Skip to main content

Fréttir

Tækninýjungar - ný tegund ígræddra tækja

Hybrid kuðungs-ígræðslutæki gagnast fólki með alvarlegt hátíðnitap

Kuðungsígræðslutæki hafa um árabil verið grædd í fólk sem misst hefur heyrnina alveg. Nú er verið að prófa ný „Hybrid“ ígræðslutæki sem sameina virkni venjulegra heyrnartækja og ígræddra tækja. Þessi nýja tækni er hugsuð fyrir fólk með alvarlegt heyrnartap á hátíðnisviði en sem hafa enn heyrn á lægri tíðnissviðum. Nýleg rannsókn vísindamanna við New York University Langone Medical Center sýnir góðan árangur.

Hybrid Cochlear Implants

Nýju Hybrid ígræðslutækin eru aðeins notuð á annað eyrað og gera kleift að vernda þær heyrnarleyfar sem viðkomandi sjúklingur er með, einkum á lægri tíðnissviðum. Rafskautin sem þrædd eru í kuðung innra eyrans eru mun styttri en við venjulegar kuðungsígræðslur og ná styttra inn í kuðunginn. Rafskautin örva þannig aðeins hárfrumur á því svæði kuðungs sem ræður heyrn á hárri tíðni.
Síðan má einnig nota tækið sem venjulegt heyrnartæki sem sendir önnur hljóð um hlustina til eyrans. Eyrað nemur þá hljóð á lægra tíðnissviði á eðlilegan máta sem fyrr.

Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna góðan árangur slíks búnaðar einkum hjá fólki með alvarlega skerðingu heyrnar á hátíðnisviði.

Rannsóknin, sem birtist í tímaritinu The Laryngoscope, rannsakaði 50 sjálfboðaliða á aldrinum 23-86 ára (meðalaldur: 64) sem komu frá 10 mismunandi heyrnarstöðvum í Bandaríkjunum. Þessi nýja tækni var grædd í annað eyra þátttakenda. Sjúklingarnir voru með alvarlega hátíðni-heyrnarskerðingu sem ekki er hægt að meðhöndla með venjulegum heyrnartækjum. Slík heyrnarskerðing gerir talgreiningu fólks afar erfiða. Sjúklingarnir höfðu hins vegar nægilega mikla heyrn á lægri tíðnissviðum svo að venjuleg kuðungsígræðsla var ekki álitinn raunhæfur kostur. Slík ígræðsla sviptir ígræðsluþega þeirri náttúrulegu heyrn sem þeir hafa. Því er þessi nýja tækni til komin.

Heyrn þátttakenda var mæld reglulega yfir nokkurra mánaða tímabil. 45 af 50 þátttakendum sýndu verulegar framfarir í heyrn og talskilningi. Enginn þátttakenda sýndi versnun í þessum mæliþáttum.

Hátíðnitap á heyrn er mjög algeng tegund heyrnartaps og veldur fólki oft verulegum vandræðum í að greina og skilja talað mál. Eins og gefur að skilja getur það hamlað fólki stórkostlega við leik og störf. Þessi nýja hybrid tækni gæti hjálpað í alvarlegri tilfellum.

Heimild: The ASHA Leader, November 2015, Vol. 20, 12. doi:10.1044/leader.RIB2.20112015.12

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline