Heyrnartól í eyra geta skaðað heyrnina
Þú getur tapað allt að 90% af taugavirkni í kuðungi innra eyrans með of mikilli notkun á eyrnatappa-heyrnartólum skv nýlegri rannsókn
Heyrnartól í eyra (Ear bud headphones) geta, jafnvel við lágan hljóðstyrk, valdið varanlegum skaða á heyrn þinni.
Rannsóknarteymi við Harvard Medical Schoo í Bandaríkjunum (Eaton Peabody Laboratory) hafa komist að því að allt að 90% af taugafrumum í kuðungi innra eyrans geta orðið fyrir skaða án þess að tapa hæfileika til að nema hjóð í kyrrlátu umhverfi. En um leið og umhverfishávaði myndast þá hrapar heyrnin verulega. Hárfrumur í innra eyra geta þannig verið til staðar en heyrnin er sködduð vegna þess að taugaendar eru skemmdir og gegna ekki hlutverki sínu.