Sænskir farand-sérfræðingar
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands skortir menntaða heyrnarfræðinga til starfa því eftirspurn eftir þjónustu stofnunarinnar eykst með ári hverju. Þar sem heyrnarfræði er ekki kennd á háskólastigi á Íslandi hefur HTÍ þurft að reiða sig á að íslenskir námsmenn nemi fræðin við erlenda háskóla og skili sér síðan aftur upp á klakann til starfa.