Ótrúlegt handverk listamanns (3)
Heyrnartækjaframleiðandinn SIVANTOS (Siemens-heyrnartæki) fékk nýlega ítalskan myndlistamann, Guido Daniele, til að myndskreyta auglýsingar og markaðsefni fyrir nýjustu vörulínu heyrnartækja frá Siemens, SIGNIA Nx heyrnartæki.
Óhætt er að segja að útkoman sé stórfengleg. Heyrnartækin þykja endurskapa hjljóm á afar náttúrlegum hátt fyrir heyrnarskerta notendur og því leitaði listamaðurinn til náttúrunnar eftir fyrirmyndum. Hann kaus að velja litrík dýr úr náttúrunni og endurskapaði þau með því að mála dýrin á hendur fólks og hendurnar halda síðan á heyrnartækjunum.
Náttúra - hendur - handverk - heyrnartæki - handmálun - list
Sjón er sögu ríkari. Á meðfylgjandi myndbandi (klikkið á myndina hér að neðan) má sjá listamanninn að störfum við sköpun myndanna:
og þá fylgja nokkrar myndir einnig með. Við fyrstu sýn heldur maður að dýrin séu raunveruleg en þegar betur er gáð sést að um mannshendur er að ræða. Snilldarvel gert !