Skip to main content

Fréttir

Dagur heyrnar 2024

Föstudaginn 1.mars n.k. verður haldið málþing í SALNUM, Kópavogi, um BÖRN – HLJÓÐVIST OG HEYRNARVERND
á vegum Umboðsmanns barna, Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, Landlæknisembættis og Vinnueftirlits ríkisins.
Málþingið stendur frá kl 10-12 og fundarstjóri verður Dagur B Eggertsson.

Yfirvöld hafa áhyggjur af sífellt óhollara hljóðumhverfi fyrir börn, í skólum, að leik og í frístundum. Alþjóða Heilbrigðisstofnunin telur að rúmlega fjórðungur allra ungmenna í heiminum séu í hættu á varanlegum skaða á heyrn sinni vegna hávaða og hlustunar á hættulegum hljóðstyrk. Ástæða er til að skoða stöðu mála og fræða börn, ungmenni, kennara og aðstandendur um mikilvægi góðrar hljóðvistar og heyrnarverndar.

Á málþinginu verður rætt um hljóðvist í umhverfi barna, bæði almennt og í skólum, rætt við börn og ungmenni um viðhorf þeirra, hvernig hávaði getur haft áhrif á heilsu, líðan og námsárangur. Þá verður fjallað um þau úrræði sem bjóðast til úrbóta. Í lokin verður fjallað um viðbrögð heilbrigðisyfirvalda, tengsl hávaða og heyrnarverndar við lýðheilsu o.fl. Málþingið er haldið í tengslum við Dag heyrnar 2024. Sjá meðfylgjandi dagskrá.

 


Dagskrá 

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline