Skip to main content

Fréttir

Sífellt fleiri nota heyrnartæki

ánægðir heyrnartækjanotendur Alltaf vex hlutfall þeirra heyrnarskertu einstaklinga sem nota heyrnartæki reglulega og sífellt fleiri fá sér heyrnartæki á bæði eyru en áður var.

Um leið vex ánægja notenda með heyrnartæki.

EuroTrak er neytendakönnun sem fylgst hefur með þróun þessara mála í fjölda Evrópulanda allt frá árinu 2009. 

Notkun heyrnartækja eykst hratt í Evrópu

Skv könnun EuroTrak hefur fjöldi þeirra sem segjast vera heyrnarskertir nokkurn veginn staðið í stað á þessu tímabili. Þannig sögðust 13.1% fullorðinna (18 ára og eldri) á árinu 2009 vera með skerta heyrn. Í nýjust könnun á þessu ári, 2018 er 12.7% aðspurðra.

En á sama tíma hefur hlutfall heyrnarskertra Evrópubúa sem segjast nota heyrnartæki vaxið marktækt eða frá 33.1% árið 2009 til 41.6% á þessu ári (2018). Og hlutfall þeirra sem nota tæki fyrir bæði eyru hefur einnig vaxið  verulega eða úr 55% í 67% á milli áranna 2009-2018.

 

Ánægja heyrnartækjanotenda eykst.

Sífellt fleiri notendur lýsa ánægju með heyrnartæki sín.

  • Hlutfall heyrnartækjanotenda sem telja heyrnartækin virka vel í hópsamræðum vex úr 63% í 71%.
  • Hlutfall notenda sem telja tækin virka vel í símtölum hækkar úr 61% í 74%
  • Hlutfall notenda sem telja heyrnartæki virka vel á samkomustöðum (fundum, leikhúsum o.fl) hækkar úr 62% í 72%
  • Heildartala ánægðra með frammistöðu heyrnartækja í háværu umhverfi eykst úr 54% í 67%
  • Ánægja með útlit og virkni heyrnartækja vex úr 70% í 80% milli áranna
  • Hins vegar fækkar í hópi þeirra sem finnst óþægilegt að vera með tæki eða skammast sín fyrir heyrnartækin. Sú tala fer úr 56% á árinu 2009 og niður í 30% fólks í ár, sem er mjög gott.

Um EuroTrak könnunina

EuroTrak rannsóknir hafa verið í gangi í fjölda Evrópulanda allt frá árinu 2009. Síðasta könnun var framkvæmd á þessu ári, 2018. Framkvæmdaraðili er svissneskt markaðsrannsóknafyrirtæki, Anovum, fyrir hönd EHIMA, European Hearing Instrument Manufacturers Association, samtök evrópskra heyrnartækjaframleiðenda.

Ítarlegar upplýsingar um rannsóknarniðurstöður má finna á heimasíðu EHIMA: www.ehima.com

Heimild: www.ehima.com   www.hear-it.org

27.nóv 2018 – www.hti.is