Skip to main content

Fréttir

Rannsóknir sýna bein tengsl á milli heyrnartaps og ellihrörnunar

Samantekt á niðurstöðum 11 vísindarannsókna sýnir svo ekki verður um villst að bein tengsl eru milli heyrnarskerðingar og aukinnar áhættu á vitrænni hrörnun.

gömul kona öldrun
Nýlega fór fram samanburður á fjölda eldri rannsókna sem varða tengsl heyrnartaps og vitrænna glapa (ellihrörnunar).
Niðurstöður sýna að aldraðir með verulega skerta heyrn sýndu greinileg tengsl milli vitrænna glapa og alvarleika heyrnarskerðingarinnar (um 30% tíðni hjá illa heyrandi, sem er 1,29 sinnum hærri tíðni en hjá heyrandi jafnöldrum).
Eftirfylgni 6 árum síðar sýnir að áhættan hefur aukist um nærri 60% ( 1,57 sinnum hærri tíðni vitrænna glapa hjá þeim heyrnarskertu). Verst heyrandi hópurinn er í áhættu sem er 320% (3,21 sinnum hærri líkur) en hjá vel heyrandi jafnöldrum.

Mismunandi áhætta eftir alvarleika heyrnartaps

Við heyrnartap yfir 40 desibilum (dB HL) við loftleiðnimælingu (pure-tone average, PTA) á tíðnum  0.5, 1, 2, og 4 kHz s (meðalslæm heyrnarskerðing), er áhætta á vitrænum glöpum aukin um 29 – 57% í samanburði við fullheyrandi jafnaldra.

Hjá eldri einstaklingum með vægari heyrnarskerðingu (yfir 25 dB) er áhættan einnig töluverð eða um 30% eða 1,29 sinnum hærri en hjá heyrandi jafnöldrum.

Tengsl heyrnartaps og versnandi lífsgæða eldra fólks eru löngu sönnuð og nú hrannast upp sannanir þess að slæm heyrn geti leitt til hraðari vitrænna glapa og ellihrörnunar hjá öldruðum. Nauðsynlegt er að meðhöndla betur heyrnarskerðingu hjá öldruðum og gildir það ekkert síður á Íslandi.

Um rannsóknina

Í rannsókninni voru bornar saman niðurstöður úr 11 eldri rannsóknum sem fundust í gagnagrunnum  PubMed og Embase.

Niðurstöður birtust í greininni: “The risk of cognitive impairment associated with hearing function in older adults: a pooled analysis of data from eleven studies” í vísindatímaritinu Scientific Reports.

Heimild:  www.hear-it.org

4.desember 2018 - vefsíða HTÍ

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline