Skip to main content

Fréttir

Heyrnartæki geta hjálpað fólki með eyrnasuð (tinnitus)

Notkun heyrnartækja sýna virkni í meðferð á eyrnasuði samkvæmt nýlegri rannsókn.

Eyrnarsuð2

Japönsk rannsókn hefur leitt í ljós að marktækur árangur næst í meðferð á eyrnasuði (tinnitus) þegar heyrnartækjum er beitt á réttan hátt.

Þátttakendur í rannsókninni voru með skerta heyrn og eyrnasuð (tinnitus) og fengu stillt á sig heyrnartæki sem hæfðu heyrnarskerðingunni. Allir notendur töldu notkun heyrnartækjanna hafa dregið verulega úr eyrnasuðinu og þeim áhrifum sem eyrnasuð hefur á líf þeirra.

Margt fólk með skerta heyrn þjáist einnig af eyrnasuði/tinnitus og margir þeirra sem eru með eyrnasuð telja sig hafa einhverja heyrnarskerðingu samhliða eyrnasuðinu þegar þau mæta til heyrnarmælingar.

Heyrnartækin auka hljóðmagn heyrnar

Þegar heyrnarskerðing er meðhöndluð með heyrnartækjum eru viss hljóð, sem hinn heyrnarskerta skortir, mögnuð upp. Þetta eykur s.k. audiological input og virðist draga úr eða ,,breiða yfir“ eyrnasuðið og draga þannig úr vanlíðan eyrnasuðssjúklinga.

Höfundar rannsóknarinnar segja að niðurstöður þeirra styðji fyrri rannsóknir sem hafa sýnt að notkun heyrnartækja geti sýnt ágætan árangur við eyrnasuði.

Vísindagreinin ber heitið “Retrospective evaluation of secondary effects of hearing aids for tinnitus therapy in patients with hearing loss”, og birtist í tímaritinu Auris Nasus Larynx.

Heimild: www.ncbi.nlm.nih.gov

Birt: janúar 2021

heyrnartæki, heyrnartækjasala, eyrnasuð, tinnitus, heyrnarfræði, sónn, suð