Skip to main content

Fréttir

Dagur Heyrnar - Við heyrum með heilanum


Við heyrum með heilanum – eyrun eru einungis aðgangur að hljóðheiminum !

Alþjóðlegur dagur heyrnar er 3. mars – dagurinn er haldinn hátíðlegur víðsvegar um heim til að vekja athygli á mikilvægi góðrar heyrnar og áhrifum heyrnarskerðingar á lífsgæði fólks.
Með deginum er einnig ætlað að auka meðvitund á neikvæðum áhrifum hávaða á heyrn og til að hvetja fólk til þessa að mæla heyrn ef grunur vaknar um heyrnarskerðingu.

Góð heyrn er mikilvæg svo máltaka barna geti þróast á dæmigerðan hátt. Við heyrum í raun með heilanum og eru eyrun einungis aðgangur hljóðrænna upplýsinga til heilans. Hljóðaörvun þroskar heyrnrænar taugatengingar sem er forsenda þess að tal og mál þroskist eðlilega. Að efla hlustunarþroska felst í því að hvetja barn til að veita hljóðum og röddum áhuga og öðlast þannig færni í að greina á milli þeirra hljóða og radda sem þheyrir. Ungabörn byrja fljótt að greina á milli hljóða og beina athygli sinni að þeim hljóðum sem eru í móðurmálinu og stilla sig inn á þau. Þessi hljóðgreining hjálpar þeim að greina tal og læra ný orð. Hlustunarþroski er grunnur fyrir málþroska barna. Börn tileinka sér málið í gegnum ríkt málumhverfi sem eflir smá saman færni þeirra í móðurmáli sínu. Þeim er ekki kennt málið heldur læra þau það ómeðvitað með því að eiga í merkingabærum samskiptum og hlusta á samskipti annarra, þau læra það bæði beint og út undan sér. Þau efla einnig félagfærni með því að hlusta.
Mikilvægt er að hlúa að góðum skilyrðum til máltöku og hlustunar. Þegar aðgangur að heyrn er takmarkaður vegna langvarandi heyrnarskerðingar þá getur það haft áhrif á málgetu.
Gæta þarf að góðri hljóðvist og samskiptum við börn með heyrnarskerðingu og þá sérstaklega í skólakerfinu

Nýburamælingar á  heyrn eru því afar mikilvægur þáttur í að skima fyrir heyrnarskerðingu svo hægt sé að bjóða viðeigandi þjónustu og veita börnum með heyrnarskerðingu tækifæri til að nema mál til jafns við önnur börn. 

Höfundur: Kristín Th. Þórarinsdóttir, talmeinafræðingur á Heyrnar – og talmeinastöð Íslands.

Kristin talmfr

 

Heyrn, dagur heyrnar, #worldhearingday, World Hearing Day, talmeinafræði, talmeinafræðingur, málþroski, talþjálfun

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline