Er RÚV og umboðsmaður Alþingis á vaktinni fyrir alla - nema heyrnarskerta?
Rannveig Magnúsdóttir skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið 6. desember síðast liðinn.
Þar segir hún meðal annars:
„Fjöldi heyrnarskertra og þeirra sem þurfa á textavarpi að halda er talinn vera um 40 - 50.000 manns og fer ört vaxandi. Hvernig getur RÚV tekið sér það vald að velja og hafna fyrir heyrnarskerta? Hvernig getur það viðgengist hjá ríkisreknum fjölmiðli á borð við RÚV að beinlínis valda einangrun heyrnarskertra, rétt eins og um sakamenn sé að ræða?
Hægt er að skoða greinina með því að smella hér.