Auðvelt að meðhöndla og koma í veg fyrir heyrnartap
Samkvæmt World Health Organization (WHO) þjást fleiri en nokkru sinni áður af heyrnarskerðingu sem annað hvort mætti meðhöndla eða koma í veg fyrir.
"Um helming allra tilvika heyrnarskerðingar er auðvelt að koma í veg fyrir eða meðhöndla með snemmtækri greiningu og viðeigandi íhlutun, svo sem skurðaðgerð ígrædds heyrnartækis (kuðungsígræðslu), " sagði Shelly Chadha frá forvarnadeild WHO Department of Prevention of Blindness and Deafness.
32 milljónir barna þjást
Með öldrun jarðarbúa áætlar WHO að einn af hverjum þremur eldri en 65 ára - sem er um 165 milljónir manna – þjáist af heyrnarskerðingu .
Þar að auki eru 32 milljónir af þeim sem þjást af heyrnarskerðingu börn undir 15 ára aldri. Þau búa aðallega í fátækum eða lágtekju-löndum í Suður- og Suð-austur Asíu og sunnanverðri Afríku. Í þessum löndum mætti koma í veg fyrir mjög stóran hluta heyrnartaps ef einfaldar eyrnasýkingar væru meðhöndlaðar tímanlega.
Aðrar algengar orsakir heyrnarskerðingar meðal jarðarbúa eru áhrif mikils hávaða, sköddun á eyra eða höfði, öldrun, vandamál á meðgöngu og í fæðingu, erfðaþættir og notkun lyfja sem geta skaðað heyrn .
Heimildir: www.un.org og http://www.unmultimedia.org
Lesa meira :
Hvernig koma má í veg fyrir heyrnarskerðingu
Heyrnarskerðing í mismunandi löndum