Skip to main content

Fréttir

Eyrnasuð (tinnitus) leggst þyngra á viðkvæma

Eyrnasuð (tinnitus) leggst þyngra á viðkvæma

Þeir sem eru einmana, áhyggjufullir, taugaveiklaðir, þunglyndir eða upplifa miklar geðsveiflur eru líklegri til að þjást verr af eyrnasuði, samkvæmt nýlegri enskri rannsókn.
Rannsókn, gerð af vísindamönnum hjá National Institute for Health Research (NIHR) Nottingham Hearing Biomedical Research Unit á Englandi, sýnir að þeir sem eru einmana, áhyggjufullir, taugaveiklaðir, þunglyndir eða upplifa miklar geðsveiflur eru líklegri til að kvarta meira undan alvarlegu eyrnasuði.

Niðurstöður benda til að viðkvæmir einstaklingar eigi erfiðara með að glíma við einkenni þessa heyrnarvandamáls. Í lok skýrslu sinnar segja rannsakendur að taugaveiklað fólk eða fólk með „neurotic tendencies" séu viðkvæmari fyrir eyrnasuði en aðrir sjúklingar sem þjást af sjúkdómnum.

Persónuleikaeinkenni sjúklinga skipta máli

Dr. Abby McCormack, sem leiddi rannsóknina, segir: „Það virðist sem persónuleiki sjúklings skipti miklu máli varðandi viðhorf til sjúkdóms og meðferðar hans, og þá einkum með tilliti til þess hvað sjúklingur er meðvitaður um sjúkdóminn og einkenni hans. Meðferð þarf því að miðast við persónuleika sjúklinga svo þeim sé gert kleift að kljást við ástand sitt."

Tinnitus eða eyrnasuð er sjúkdómur sem lýsir sér í tilfinningu eða upplifun á hljóði í eyra, eyrum eða í höfði, venjulega lýst sem són, suði eða flauti.

Hins vegar er afar mismunandi hvernig fólk upplifir eyrnasuð og hversu mikla streitu og óþægindi sjúklingar telja sig líða af völdum þess. Sífellt fleiri rök hníga til þess að upplifun á alvarleika eyrnasuðs tengist náið persónuleikaeinkennum sjúklingsins og því hvernig þeir höndla sjúkdóminn.

Rannsóknin kannaði nýjustu upplýsingar um algengi eyrnasuðs meðal Breta en skoðaði samhliða tengslin milli þess hvernig fólk upplifir einkenni og alvarleika þeirra annars vegar og „taugaveiklun" sjúklinga hins vegar, þ.e.a.s. hversu líklegir sjúklingar voru til að upplifa neikvæðar og streituvaldandi tilfinningar.

Þátttakendur svöruðu fjölda spurninga sem lutu bæði að heyrn og persónleikaeinkennum og einnig var horft til annarra þátta s.s. kyns, aldurs og þjóðfélagsstöðu.

Konur töldu einkennin alvarlegri

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar töldu 16% þátttakenda sig vera með eyrnarsuð á einhverju stigi. Sjúkdómurinn er algengari hjá körlum en konum. En þó svo að karlar séu mun líklegri til að vera með eyrnarsuð þá kvörtuðu konur meira undan sjúkdómnum.

Taugaveiklaðir höfðu mun meiri áhyggjur af eyrnasuði

Einmanaleiki var sá þáttur geðhvarfa eða taugaveiklunar sem sterkust tengsl sýndi vegna alvarlegs eyrnasuðs. Hugsanleg skýring er að þeir sem þjást af sjúkdómnum dragi sig frá félagslífi og upplifi einangrun í kjölfarið.

Rannsóknin byggði á upplýsingum frá meira en 500.000 manns á aldrinum 40-69 ára og var framkvæmd á árunum 2006-2010. Hún var hluti stærri rannsóknar á áhrifum þátta s.s. erfðafræði, umhverfi og lífsstíl á ýmsa algenga sjúkdóma.

Heimild: http://www.nottingham.ac.uk

 

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline