Skemmdir á kuðungi hefur áhrif á heyrn í bakgrunns hávaða
Rannsóknir á heyrn stökk-músa gætu gagnast mönnum.
Kuðungurinn í innra eyra samanstendur af taugafrumum sem umbreyta hljóð í rafmagns skilaboð sem síðan eru send til heilans . Til þess að við getum unnið úr og skilið hljóð , verða þessar taugafrumur að vinna hörðum höndum og sérstaklega þegar við erum í háværu umhverfi .
Vísindamenn frá Purdue háskólanum í Bandaríkjunum hafa rannsakað heyrnarskerðingu í stökkmúsum (chinchillas) og hvernig þau dýr vinna úr hljóði .
Rannsóknin sýnir að í kyrrlátu umhverfi er nánast engin munur á chinchillas með eða án skaða á kuðung.
En í háværu umhverfi geta taugafrumurnar ekki samstillst við hljóð-móttökurásir í heilanum , þar sem þær eru að takast á við of marga hljóðgjafa, sem veldur því að hljóðið verður „dreift og loðið".
Meðhöfundur bandarísku rannsókninni , Michael G. Heinz , lektor í tal- og heyrnarvísindum, segir að raunsærri hljóð-bakgrunn verði að nota til að prófa hvernig eyrað vinnur úr hljóði , en næstum öll heyrnarpróf í dag séu gerð í hljóðlátu umhverfi .
Stökkmýs eru líkar mönnum
Rannsóknin sýnir að greinilegur munur er á háværu og hljóðlátu hljóð-umhverfi þegar kemur að því hvernig heili músa vinnur úr taugaboðum frá heyrnartaugum eftir því hvernig hljóðbylgjur kóðast í mismunandi rásir í heila og fer einnig eftir mismunandi tíðni hljóðs.
Í rannsóknunum voru stökkmýs (chinchillas) notaðar, þar semþessi dýr hafa heyrnarsvið svipað og í mönnum . Bakgrunns hávaðinn sem notaður var líkti eftir þeim hávaða sem menn myndu upplifa í fjölmennu herbergi .
Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Neuroscience og er talin vera byltingarkennd hvað varðar rannsóknaraðferðina þ.e. að prófa bæði í háværu og hljóðlátu umhverfi.
Heimild : http://www.reporternews.com