Skip to main content

Fréttir

Heyrnartæki bæta lífsgæðin!

Lífsgæði batna hjá níu af hverjum tíu!

 

Níu af hverjum 10 notendum heyrnartækja segja heyrnartækin bæta lífsgæði þeirra, samkvæmt bandarískri rannsókn á 1500 manns með heyrnartæki.

 

Rannsóknin benti til þess að 93 prósent af öllum heyrnartækjanotendum upplifa aukin lífsgæði með notkun heyrnartækja. Þau nefndu úrbætur á eftirfarandi atriðum:ánægðir heyrnartækjanotendur

  

  • Árangursríkari samskipti
  • Aukið/bætt félagslíf
  • Aukin hæfni til að taka þátt í hópstarfi
  • Bætt sambönd við sitt heimafólk

 

Rannsóknin sýndi einnig jákvæð áhrif á tilfinningalíf heyrnartækjanotenda, sjálfstraust þeirra jókst og samskipti á vinnustað höfðu batnað í kjölfar heyrnartækjanotkunar.

Svarendur voru sérstaklega ánægðir með hve vel tækin löguðu sig að eyrum, þægindi af heyrnartækjum sínum, skýrleika á hljóði og getu til að heyra í smærri hópum. Niðurstöður gætu hugsanlega hafa verið enn betri ef allir svarendur hefðu verið búnir tveimur heyrnartæki. Einn af hverjum sjö var aðeins með eitt heyrnartæki þótt þeir þjáist af heyrnarskerðingu á báðum eyrum.

Rúmlega 30 milljónir Bandaríkjamanna eru heyrnarskertir. Einungis 1 af hverjum 4 þeirra, eða 7,3 milljónir, nota heyrnartæki að staðaldri. Í Evrópu er svipaða sögu að segja, einungis einn af hverjum fjórum eða einn af hverjum fimm, sem gætu notið góðs af heyrnartækjum, nota þau.

Háþróuðustu nútíma heyrnartæki vinna aðeins einsog þeim er ætlað, ef þeim er komið fyrir og þau aðlöguð hverjum einstaklingi af heyrnarsérfræðingum eða öðrum sérfræðingum í meðferð og stillingu heyrnartækja.

92 prósent svarenda sögðust ánægðir með þjónustu heyrnarsérfræðinga sinna.

Við vonum auðvitað að sérfræðingar Heyrnar-og talmeinastöðvar fengju enn betri niðurstöður ef skjólstæðingar okkar væru spurðir !

Rannsóknin var framkvæmd af Sergei Kochkin sem starfar við Better Hearing Institute í Bandaríkjunum.

http://www.hear-it.org/Nine-in-ten-improve-quality-of-life

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline