Þunglyndi meðal fullorðinna eykst með versnandi heyrn
Þunglyndi meðal fullorðinna eykst í réttu hlutfalli við versnandi heyrn
Heyrnartap er eitt algengasta, langvinna heilsufarsvandamál Bandaríkjanna, og ný rannsókn leiðir í ljós að jafnvel minniháttar heyrnatap getur haft neikvæð áhrif á andlega heilsu.
- Vísindamenn komust að því að konur með heyrnarskerðingu voru líklegri til að tilkynna um þunglyndi en karlar með heyrnartap.
- Rannsóknin sýndi sterk tengsl á milli heyrnarskerðingar og þunglyndis nema meðal þeirra sem greindir eru alveg heyrnarlausir.
- Þessi rannsókn sýnir jafnframt fram á að notkun heyrnartækja var tengt við lægra hlutfall þunglyndis meðal heyrnarskertra þátttakenda.
"Ræddu við lækninn þinn um áhyggjur af heyrninni. "
Þessa rannsókn leiddi Chuan -Ming Li , MD , PhD, National Institute on Deafness and Other Communication Disorders í Bethesda , Maryland.
Rannsakendur skoðuðu gögn um fullorðna yfir 18 ára aldri er höfðu tekið þátt í National Health and Nutrition Examination Survey ( NHANES ) . Þátttakendur sjálf-greindu þunglyndi og heyrnarskerðingu, nema þátttakendur eldri en 70 ára, sem fengu heyrnarmælingar .
Læknarnir komust að því að hlutfall fólks sem greinist með þunglyndi hækkar með aukinni heyrnarskerðingu þess, nema meðal þátttakenda sem eru alveg heyrnarlausir.
Gögnin sýndu að alvarlegt þunglyndi var tilkynnt af 4,9 prósent þátttakenda með framúrskarandi heyrn , 7.1 prósent fólks með góða heyrn og 11,4 prósent af þeim sem greinast með óverulega eða verulega heyrnarskerðingu.
Rannsakendur benda á að það voru engin tengsl milli þunglyndis og sjálf-greindrar heyrnarskerðingar meðal karlkyns þátttakenda eldri en 70 ára. Hins vegar fundu þeir marktæk tengsl á milli miðlungs heyrnarskerðingar (á 35 til 50 desíbel) - og þunglyndis hjá eldri konum .
Heyrnarskertar konur þunglyndari en karlar ?
Rannsóknin leiddi í ljós að 14,7 prósent kvenna með heyrnarskerðingu greindust með þunglyndi, samanborið við 9 prósent heyrnarskertra karla.
Heyrnarlausir þátttakendur í þessari rannsókn greindust með lægsta stig þunglyndis af öllum hópnum, með aðeins 0,06 prósent skráð tilfelli þunglyndis.
Höfundar rannsóknarinnar telja að heilbrigðisstarfsfólk geti veitt betri umönnun með því að viðurkenna að sterk tengsl geta verið á milli nýrnastarfsemi, heyrnar og þunglyndis meðal fullorðinna á öllum aldri og ekki síst meðal kvenna.
Heyrnartæki hjálpa !
Gögnin sýndu einnig að hlutfall þunglyndis var lægra meðal þeirra sem nota heyrnartæki en meðal þeirra sem ekki nota heyrnartæki . Alls 9.1 prósent af notendum heyrnartækja voru þunglyndir, samanborið við 11,7 prósent þeirra sem ekki nota heyrnartæki. Heyrnartækin (bætt heyrn) virðast því vinna gegn þunglyndis-einkennum.
Höfundarnir vekja þó athygli á því að þeir telja rannsóknina takmarkast af skorti á heyrnarmælingum hjá þátttakendum yngri en 70 ára, en hjá þeim var stuðst við sjálf-greint heyrnartap þeirra. Slík aðferðarfræði getur haft áhrif á niðurstöður.
Rannsókn þessi birtist 6 mars s.l. í JAMA Otolaryngology.