Skip to main content

Fréttir

Nýjar reglur um tilvísanir til talmeinafræðinga HTÍ

Tilvísanir til talmeinafræðinga 2015

Hverjir geta sótt um athugun hjá talmeinafræðingi á HTÍ ? (gildir frá og með 1. janúar 2015)

          -heilsugæslur

          -læknar

          -Þroska- og hegðunarstöð

          -Barna- og unglingageðdeild Lsp

          -aðrir talmeinafræðingar

Þeir sem ekki geta sótt beint um eru foreldrar, sálfræðingar (m.a. þjónustumiðstöðva) og leikskólar.

Því miður hefur ásókn í þjónustu talmeinafræðinga aukist svo mikið að HTÍ verður að takmarka aðgang við þá forgangshópa sem stöðin sinnir á landsvísu. Á þennan hátt bregðumst við þeim mikla fjölda sem sækir hér í athugun og einnig talþjálfun.

Forgangshóparnir verða sem fyrr (auk fullorðinna einstaklinga með kuðungsígræðslu og raddveilur):

Athugun/mat:

  • Börn sem fæðast með skarð í gómi eða vör
  • Börn sem fá slaka útkomu á Brigance/Peds í 2 ½ árs eða 4 ára skoðun
  • Börn sem eru heyrnarskert (þ.m.t. börn með kuðungsígræðslu)
  • Börn utan að landi þar sem viðunandi úrræði eru ekki í heimabyggð.

Talþjálfun:

  • Börn sem eru heyrnarskert (þ.m.t. börn með kuðungsígræðslu)
  • Börn sem fæðast með skarð í gómi eða vör.

Hvert geta aðrir sótt þjónustu?

Foreldrum, leikskólakennurum og öðrum, sem ekki geta sótt beint til HTÍ, er bent á að leita til þjónustumiðstöðva/skólaskrifstofa í sínu sveitarfélagi auk sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga.