Skip to main content

Fréttir

Snjallsímar sem heyrnar- og hávaðamælar !

Forðast má hættulegan hávaða með því að nota snjallsímann !

Tækninni fleygir fram og nú bjóðast alls konar tæknilausnir fyrir snjallsíma (apps) sem geta komið heyrnarskertum og þeim sem vilja vernda heyrnina að notum.
Fyrst til sögunnar nefnum við Apps eins og þessi:

https://itunes.apple.com/us/app/decibel-10th/id448155923?mt=8

Nú geta notendur mælt hávaðann í umhverfi sinu með snjallsímanum. Ef mælir sýnir að hávaði fer yfir hættumörk getur notandi gert viðeigandi ráðstafanir til að hlífa heyrninni eða reynt að draga úr hávaðanum. Bráðsnjallt tæki fyrir t.d. kennara og fólk á háværum vinnustöðum, tónleikagesti o.s.frv. Hér má sjá skjámynd af niðurstöðum mælinga:
NoiseLevelMeterApp

 

Heyrnarmæling með eigin síma?

Þá bjóðast einnig nokkur smáforrit (apps) fyrir snjallsíma sem gera fólki kleift að mæla eigin heyrn á einfaldan hátt. Mælingin er hvergi nærri eins nákvæm og mæling sem að heyrnarfræðingar HTÍ bjóða upp á en getur engu að síður gefið góða vísbendingu um hvort að viðkomandi er kominn með e-ja heyrnarskerðingu. Á meðfylgjandi hlekk er að finna ýmis dæmi um þessi heyrnarmæliforrit:

http://appcrawlr.com/app/related/1064837?device=android

 

Við höfum prófað t.d. forritin eHearing Test, sem hannað er af pólsku fyrirtæki, og heyrnarpróf frá Siemens. Bæði prófin komu ágætlega út sem einföld og þægileg og niðurstöður prófana voru sambærilegar á milli endurtekinna prófana á sama einstaklingnum. Þó ber að taka fram að hér er ekki um mjög nákvæm próf að ræða og fólk sem telur sig vera með einhverja heyrnarskerðingu er eindregið hvatt til að panta tíma í heyrnarmælingu hjá viðurkenndum heyrnarmælingastöðvum s.s. HTÍ. (Bókunarsími: 581 3855). Hér fyrir neðan eru skjámyndir úr þessum snjallsíma-forritum:

eHearingTest

 

Siemens Hearing Test

 

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline