Skip to main content

Fréttir

Hljóðasmiðja Lubba - Nýjung fyrir talmeinafræðinga!

hljóðasmiðjaLubba

HTÍ fagnar útgáfu kennsluefnis fyrir talmeinafræðinga - Hljóðasmiðju Lubba.

Um er að ræða fjórar öskjur af spennandi efni sem örvar m.a. málhljóðamyndun, hljóðavitund og snemmbúið læsi.

Efnið byggir á tveimur rannsóknum á málhljóðatileinkun íslenskra barna og hugmyndinni um ,,hljóðanám í þrívídd". Með öskjunum fylgir handbók með fjölmörgum hugmyndum um notkun efnisins. Kennsluefnið fer í almenna sölu eftir áramót. Hægt verður að nálgast efnið í gegnum nýja heimasíðu Lubba sem opnuð verður fljótlega.

Í millitíðinni má leita upplýsinga hjá höfundunum, Þóru Másdóttur (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og Eyrúnu Ísfold Gísladóttur (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Heyrnar-og talmeinastöð Íslands studdi útgáfuna lítillega og við óskum höfundunum til hamingju með útgáfuna.

 

Desember 2014