Skip to main content

Fréttir

30 ára starfsafmæli ! Herdís Guðbjartsdóttir

Ekki verður kvartað undan því að starfsfólk Heyrnar-og talmeinastöðvar sé ekki trygglynt og staðfast. Þann 5.febrúar s.l. átti t.d. Herdís Guðbjartsdóttir 30 ára starfsafmæli hjá stöðinni. herdis

Herdís er þúsundþjalasmiður hjá okkur, hún stundar heyrnarmælingar af gríð og erg, tekur mót og smíðar hlustarstykki, sinnir vinnustaðamælingum og alls konar smáviðgerðum og þjónustu. Fáir eru liprari eða þolinmóðari við að mæla iðandi og ódæl börn og lunkin er hún við óþolinmóð gamalmenni. Rólegheitamanneskja sem siglir þó staðfastlega áfram til hagsbóta fyrir stöðina og skjólstæðinga hennar.


Við óskum Herdísi hjartanlega til hamingju með áfangann og þökkum fyrir hennar mikla starf og framlag í öll þessi ár. Jafnframt væntum við áframhaldandi framlags næstu 30 árin !

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline