Auglýsing - Styrkir til rannsókna á eyrnasuði (tinnitus) - Liljusjóður
Liljusjóðurinn
Rannsóknar- og styrktarsjóður Lilju Guðrúnar Hannesdóttur
auglýsir til umsóknar
styrki til rannsóknar vegna eyrnasuðs (tinnitus).
Tilgangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir á eyrnasuði. Tilgangur rannsókna skal vera að afla vitneskju um ástæður eyrnasuðs (tinnitus) og meðferðar við því.
Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2015.
Úthlutað verður úr sjóðnum 12. maí 2015 en Lilja hefði orðið 89 ára þann 24 maí.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu sjóðsins http://www.liljusjodurinn.is eða hjá undirrituðum.
Hannes Petersen prófessor, yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildar Landspítala;
Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir Heyrnar- og talmeinastöð Íslands;
Um Liljusjóðinn:
Lilja Guðrún Hannesdóttir var fædd 24. maí 1926 í Hnífsdal. Hún vann mest allan starfsaldur sinn, um fjörtíu ár, á Landsspítalanum við Hringbraut á ýmsum þjónustudeildum, lengst af sem vaktmaður. Hún lést 12. október 2007 á líknardeild Landsspítalans að Landakoti.
Lilja ánafnaði meiri hluta eigna sinna til stofnunar sjóðs til rannsókna á starfssemi eyrna með sérstöku tilliti til eyrnasuðs (tinnitus), en hún hafði lengi þjáðst af því einkenni. Það var von hennar að árangur á því sviði gæti orðið öðrum sjúklingum til góðs.