Skip to main content

Fréttir

Nýtt til sölu - Málhljóðapróf fyrir talmeinafræðinga

Málhljóðapróf ÞM


Höfundur: Þóra Másdóttir, Ph.D., talmeinafræðingur
Útgáfuár: 2014

 

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands gefur út Málhljóðapróf ÞM. Prófinu er ætlað að kanna málhljóðamyndun og framburð barna á aldrinum 2 ½ - 8 ára. Að baki stöðluninni liggja gögn frá 437 börnum. Talmeinafræðingar einir geta lagt prófið fyrir.

Málhljóðapróf ÞM samanstendur af myndabók, skorblöðum, veflægri handbók og ýmsum fylgiskjölum, t.d. athugun á talfærum og skiljanleika tals í samhengi. Ennfremur skjöl sem auðvelda greiningu gagna á skorblaðinu, t.d. SHR greining („myndunarstaður, myndunarháttur og röddun“) og Ólínuleg hljóðkerfisgreining (þ.e. „Nonlinear Phonological Scan Analysis“; höfundar: B. May Bernhardt og Joseph P. Stemberger, 2014).

Í Málhljóðaprófi ÞM eru prófuð 47 stök hljóð, 46 samhljóðaklasar og 12 fjölatkvæða orð. Prófið hefur einnig að geyma svokallaða misræmisathugun en athugun á misræmi vísar til þess hvort börn myndi sama orðið eins ef það er lagt þrisvar sinnum fyrir. Sérhljóð voru ekki athuguð sérstaklega í prófinu, þ.e. orðin voru ekki valin með tilliti til þeirra. Hins vegar er öll sérhljóð íslenskunnar að finna í prófinu, bæði stutt og löng (nema stutt /ö/ og /au/).

Verð: kr. 37.546 (fullt verð) og kr. 31.914 (fyrir talmeinafræðikandídata og nemendur í talmeinafræði)

Nánari upplýsingar veitir Þóra Másdóttir (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) eða í síma 581 3855

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline