Þátttaka okkar í alþjóðlegu talmeinafræði-þingi
Þóra Másdóttir birtir niðurstöður rannsókna á CPLOL
Dagana 8. og 9.maí s.l. fór fram þing samtaka evrópskra talmeinafræðinga (CPLOL) í Flórens á Ítalíu.
Meðal þátttakenda var Þóra Másdóttir, sviðsstjóri talmeinafræðisviðs Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.
Þóra var með veggspjald (poster) á þinginu, þar sem hún birti niðurstöður úr síðustu rannsóknum sínum. Posterinn má skoða hér.
CPLOL stendur fyrir: Comité Permanent de Liaison des Orthophonistes-Logopèdes de l’UE. Samtökin standa fyrir margvíslegu samstarfi á alþjóðavísu. Talmeinafræðingar HTÍ hafa verið duglegir að sækja sér þekkingu til samtakanna og margvísleg tengsl skapast sem leitt hafa til markverðra rannsókna og samstarfs á milli landa.
Við hvetjum Þóru til frekari dáða og þykjumst vita að nafn hennar verði áfram áberandi á þingum CPLOL.