Skip to main content

Fréttir

Ný tímaritsgrein eftir starfsmann HTÍ

Influence of consonant frequency on Icelandic-speaking children's speech acquisition

Nýlega var birt vísindagrein eftir Þóru Másdóttur, sviðsstjóra talmeinafræðideildar HTÍ í hinu virta tímariti International Journal of Speech-Language Pathology.

Í greininni birtist hluti niðurstaðna úr doktorsrannsókn Þóru um hljóðþróun íslenskra barna og málhljóðaröskun. Niðurstöðurnar greina m.a. frá því að í flestum tilfellum er hljóðþróun barna samhljóða, sama hvert tungumálið er. Samhljóðun er meiri eftir því sem hljóðkerfi tungumálanna eru líkari eða skyldari. Í íslensku má finna málhljóð og hljóðkerfisreglur sem eru mjög frábrugðnar öðrum málum. Í greininni er þessum hljóðum og reglum gerð nokkur skil. Þóra Másdóttir

Vinsamlega hafið samband við Þóru (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) ef áhugi er á að fá eintak af greininni.

Netútgáfa fyrir áskrifendur tímaritsins aðgengileg 29. júlí 2015.

Höfundar: Þóra Másdóttir (Thóra Másdóttir), Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og Stephanie F. Stokes, University of Canterbury, Nýja Sjálandi

abstractThoraMas

       

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ágúst 2015