Skip to main content

Fréttir

Heyrnarskert um fertugt ?

Heyrnarskerðing byrjar oft að láta kræla á sér uppúr fertugsaldrinum þó að heyrnarmælingar sýni aðeins lítilsháttar eða engar breytingar. Hvernig lýsir það sér og hvað er til ráða?

Til okkar hjá Heyrnar-og talmeinastöð koma oft einstaklingar á besta aldri, fólk milli fertugs og fimmtugs, sem kvartar undan lakari heyrn við vissar kringumstæður, s.s. í fjölmenni, á veitingastöðum o.s.frv. Sumir segjast jafnvel vera farnir að forðast slíkar kringumstæður vegna þess hve illa gengur að heyra í viðmælendum.

Hljómar þetta kunnuglega? Það sérkennilega er þó að þegar við framkvæmum heyrnarfræðilegar mælingar á þessum einstaklingum sýna þau nánast eðlilega heyrn og fullkomna talgreiningu í kyrrlátu umhverfi. Hvernig stendur þá á því að talskilningur er þeim svo erfiður í skvaldri og umhverfishljóðum?mottaka hlustunarskilyrdi

Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að vandinn liggi í úrvinnslu hljóðsins í heilanum sjálfum. Heyrnarstöðvar þær sem sjá um úrvinnslu hljóðs eru hreinlega byrjaðar að „gefa sig“ eilítið strax um fertugsaldurinn. Við heyrum í raun ekki eins um fimmtugt eins og við heyrðum um tvítugt. Breytingar í heilastofninum eru taldar valda þessari hægu veikingu á færni heilans til að túlka og greina hljóð. Þá hafa rannsóknir einnig sýnt fram á aldurstengdar breytingar í hugsanafærni (cognitive processing) hjá miðaldra einstaklingum.

Dæmigerð hrörnun

Hæfileikanum til að fylgja hröðum breytingum í tali, tónlist og öðrum hljóðum fer hrakandi með aldri. Þessi þróun hefst um fertugt og versnar síðan, oft mjög hratt, með hækkandi aldri. Þessi færni er meira að segja ekki endilega tengd heyrn einstaklingsins. Skerðing á þessari færni virðist jafnframt tengjast meira við tal-áreiti og úrvinnslu talhljóða heldur en einfaldari hljóða.
Við hættum smátt og smátt að greina tal-hrynjanda og áherslur. Með versnandi heyrn hverfa síðan einstök talhljóð (t.d. við hátíðni-heyrnartap hverfa s-hljóð ).

Versnandi færni til talgreiningar hefur tvímælalaust neikvæð áhrif á samtalsfærni okkar og tjáskipti, einkum við krefjandi aðstæður. Afleiðingin er síðan versnandi lífsgæði.

Truflandi hljóð

Til að geta tekið þátt í samræðum við einn eða fleiri viðmælendur, þurfum við að geta greint á milli hljóða sem berast til eyrna okkar og síðan einbeitt okkur að þeim hljóðum sem skipta máli. Það er þessi hæfileiki til aðgreiningar og einbeitingar (auditory stream segregation) sem fer versnandi, jafnvel þótt að heyrnin sé góð. Ekki er fullvitað hvað veldur þessu en þó talið að breytingar verði á heyrnarsviði, í heyrnarstöðvum heilans, færni heilans til greiningar og úrvinnslu, minnisbreytingar, athyglisfærni og minnkandi færni til að vinna úr hröðum upplýsingum s.s. hljóðum.

Bakgrunns-hljóð eru til mikilla vandræða þar sem þau trufla verkefni „vinnsluminnis“ heilans. Heilinn meðtekur orð, geymir þau og ber saman við orðin sem komu á undan og orð í minni. Skraf og talhljóð í næsta nágrenni virðist trufla þetta vinnsluferli í minnisstöðvum heilans þegar líður á ævina.

Hvað er til ráða?

Fyrir fólk með þokkalega eðlilega heyrn er mikilvægt að auðvelda aðstæður til hlustunar og samræðna. Reynið að færa ykkur frá mesta umhverfishávaða, standið andspænis viðmælanda og horfið á andlit hans til að hjálpa ykkur að einbeita ykkur að tali hans.
Fyrir þá sem þegar mælast með einhverja heyrnarskerðingu geta heyrnartæki verulega bætt hlustunarskilyrði og talgreiningu. Nýjustu tækin gera notendum kleift að „stefnumiða“ hlustunina í erfiðum hlustunarskilyrðum.
Leitið ráða hjá heyrnarfræðingum okkar ef þið teljið ykkur eiga við versnandi tjáskiptafærni vegna heyrnar eða talgreiningar við slæm hlustunarskilyrði.

júní 2015

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline