Skip to main content

Fréttir

Greiðsluþáttaka ríkis í heyrnartækjum hækkar !

Föst niðurgreiðsla hækkar í 50 þúsund krónur á hvert tæki!

Þann 29.október s.l. gekk í gildi ný reglugerð um greiðsluþáttöku ríkisins í kostnaði við heyrnartækjakaup. Föst niðurgreiðsla hafði staðið í stað allt frá árinu 2006 og nam 30.800,- krónum á hvert heyrnartæki. Hver notandi á rétt á að njóta niðurgreiðslu á 4 ára fresti.

Nú  hefur Kristján Þór Júlíusson brugðist við óskum HTÍ og samtaka aldraðra og heyrnarskertra og hækkað greiðsluþátttökuna verulega eða upp í 50 þúsund krónur á hvert eyra. Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir heyrnarskerta á Íslandi og einkum eldri borgara sem hafa margir hverjir kvartað undan kostnaði við að eignast ný heyrnartæki.

 

Heyrnartæki á viðráðanlegu verði

Ný heyrnartæki eru á mjög mismunandi verði og ræðst verð af því hversu fullkomin og flókin tæknibúnaður þeirra er. Segja má að allir framleiðendur framleiði 3-4 gæðaflokka tækja og verð skiptast þá einnig í 3-4 verðflokka. Sumum duga einföld og ódýr tæki en aðrir þurfa oft flóknari og dýrari lausnir.

Mikilvægt er að skoða vel það úrval sem býðst á markaðnum og láta sérfræðinga kynna sér tæki vel og þá kosti sem þau bjóða, auk hjálparbúnaðar sem býðst.

Heyrnar-og talmeinastöð Íslands býður tæki frá 3 af fremstu heyrnartækjaframleiðendum heims: Widex, Phonak og Siemens. Hágæðatæki og ávallt í fremstu röð er kemur að nýjungum og gæðum.

Verð tækja hjá HTÍ eru á breiðu verðbili en eftir hækkun greiðsluþátttöku er hægt að segja að kostnaður kaupenda geti verið á bilinu 30-150 þúsund krónur fyrir hvert heyrnartæki.

 

Við bjóðum fólk velkomið að koma og fá upplýsingar um úrval tækja, kosti og verð.

 

Sjá nánar frétt Velferðarráðuneytis um nýja reglugerð um greiðsluþátttöku í heyrnartækjum: http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/35299