Heyrnar- og talmeinastöðin veitir þjónustu heim í hérað
Heyrnarstöð á hjólum !
Þjónusta Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ) öðlaðist nýja vídd í dag
þegar tekin var í notkun þjónustubifreið stofnunarinnar sem innréttuð er með klefa til heyrnarmælinga og tengdum búnaði. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fékk fyrstur manna að prófa þessa þjónustu en markmiðið er að bæta þjónustu við fólk á landsbyggðinni.
Heyrnar- og talmeinastöðin er með starfsstöðvar í Reykjavík, á Akureyri og Sauðárkróki. Með þjónustubílnum verður hægt að aka hvert á land sem er og veita fólki þjónustu í heimabyggð. Starfsfólk HTÍ leggur land undir fót á næstunni og heimsækir fyrst þéttbýlisstaði á Suðurlandi en þegar meiri reynsla er komin á bílinn og þjónustuna verður farið víðar um landið. Þjónustubíllinn gefur aukna möguleika til skimunar á heyrn ungabarna og hefur því forvarnargildi. Eins er horft til þess að á dvalar- og hjúkrunarheimilum um allt land er fólk sem mun njóta góðs af þessari þjónustu, en það á einnig við um aðra sem telja ástæðu til að láta athuga hjá sér heyrnina.
Lesa áframHeyrnar- og talmeinastöðin veitir þjónustu heim í hérað