Heyrnarskaði og eyrnasuð (tinnitus) algengt hjá slökkviliðsmönnum
Bandarísk rannsókn segir heyrnartap, heyrnarskaða og eyrnasuð algengt meðal slökkviliðsfólks.
Allt að helmingur slökkviliðsmanna sem þátt tóku í nýlegri könnun segjast vera með eyrnasuð (tinnitus) og um þriðjungur segist eiga við heyrnarvandamál að stríða.
Þannig segjast 36% svarenda vera með heyrnarskaða eða skerta heyrn, 29% með væg-meðalslæm einkenni en 7% með verulegt heyrnartap.
Af 42 slökkviliðmönnum sem spurðir voru segjast 52% ekki vera með neitt eyrnasuð (tinnitus) á meðan 48% þeirra segjast þjást af eyrnasuði.
Eyrnasuð – verulegt vandamál
Niðurstöður:
Samkvæmt eigin mati töldu þátttakendur eyrnasuð/tinnitus
- ekki vandamál – 17%
- lítilsháttar vandamál – 9%
- vægt-meðalslæmt vandamál – 17%
- slæmt-mjög slæmt – 5%
Alls telja 31% aðspurðra að eyrnarsuð sé vandamál fyrir sig.
Eyrnasuð truflaði heyrn 15 svarenda, hafði áhrif á vitræna getu hjá 14, truflaði svefna og slökun hjá 12, hafði neikvæð áhrif á sjálfsstjórn hjá 11, hafði neikvæði áhrif á lífsgæði hjá 10 og truflaði tilfinningalíf hjá 9 aðspurðra.
Þátttakendur komu frá nokkrum slökkvistöðvum í Michigan-borg í Bandaríkjunum.
Slökkviliðsmenn í áhættuhópi
Rannsóknin beindist sérstaklega að slökkviliðsmönnum þar sem þessi starfsgrein býr við erfið skilyrði sem geta haft neikvæð áhrif á heyrn og valdið heyrnarskaða.; Sírenuvæl, þokulúðrar, hávær búnaður, brothljóð þegar rífa þarf byggingar og brjóta upp hurðir og veggi, rjúfa þök o.s.frv. Þá verða þeir fyrir skertum loftgæðum, reykmengun og mögulega skaða af völdum efna sem valdið geta heyrnarskaða.
Rannsóknin ber heitið “Tinnitus and Self-Perceived Hearing Handicap in Firefighters: A Cross-Sectional Study”, birtist nýlega í International Journal of Environmental Research and Public Health.
Heimild: www.hear-it.org ; International Journal of Environmental Research and Public Health
Birting: Nóv 2020
heyrnartap, eyrnasuð, tinnitus, heyrnarfræðingur, heyrnarskaði, slökkvilið