Forstjóri HTÍ í viðtali á Hringbraut
Á sjónvarpsstöðinni Hringbraut eru fróðlegir viðtalsþættir um allt er lýtur að lífi eldri borgara. Þátturinn, sem er í umsjón Sigurðar Kolbeinssonar, kallast Lífið er lag og er á dagskrá nokkrum sinnum í viku. Þann 8.október s.l. var frumsýndur nýr þáttur í þessari röð og þar var m.a. rætt við forstjóra Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands, Kristján Sverrisson, um heyrnarheilsu og hvernig eldri borgarar geta brugðist við versnandi heyrn. Í meðfylgjandi myndbandi má horfa á þetta stutta viðtal.