Skip to main content

Vel heppnaður DAGUR HEYRNAR 2019

dagur heyrnar 2019 KS og Svandis


 Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, opnaði Dag Heyrnar (mynd Gunnar Svanberg)

Heyrnar-og talmeinastöð Íslands og Heyrnarhjálp, félag heyrnarskertra, stóðu saman að Degi Heyrnar 2019 til að fagna alþjóðlegum degi heyrnar sem WHO, alþjóða heilbrigðisstofnunin kom á fót fyrir nokkrum árum. Tilgangur með Degi Heyrnar er að vekja athygli almennings og ráðamanna á mikilvægi heyrnar og öflugrar heilsugæslu til að tryggja bestu mögulegu heyrnarheilsu.

Meginþema Dags Heyrnar í ár var ,,Mældu heyrnina" eða hvatning til allra að fylgjast vel með heyrn fólks á öllum aldri og láta mæla heyrnina ef einhver grunur vaknar um að heyrn sé ekki í lagi. Í tilefni þess mættu HTÍ og Heyrnarhjálp í Alþingi og kynntu þingmönnum og starfsliði Alþingis heyrnarvernd og mikilvægi heyrnar. Heilbrigðisráðherra mætti í heyrnarmælingu (og heyrir ljómandi vel) og síðan streymdu aðrir til okkar í kjölfarið. Því má segja við við höfum ,,náð eyrum ráðamanna" einsog að var stefnt.

Þá var kynnt nýtt heyrnarmælinga-app eða snjallforrit fyrir farsíma og tölvur, sem gerir almenningi kleift að meta heyrn sína á einfaldan og auðveldan hátt (sjá frétt um hearWHO appið). Á myndunum hér að neðan má sjá ýmsa þingmenn spreyta sig á nýja appinu. Flestir reyndust heyra þokkalega vel þó að ýmsir mættu hlusta betur að mati einhverra kjósenda.

dagur heyrnar 2019 Thea og Halldora Mogensen
 
Halldóra Mogensen, formaður Velferðarnefndar nýtur aðstoðar Theu Hennöen,
heyrnarfræðings hjá HTÍ, við prófun á nýja hearWHO appinu       mynd_gunnarsvanberg

dagur heyrnar 2019 Smari og Jon