Skip to main content

Liðagigtarsjúklingar í áhættuhópi vegna heyrnartaps

Fólk með liðagigt er líklegra til að tapa heyrn en fólk sem ekki þjáist af liðagigt

 

liðagigt hendur

 

 

 

 

Nýleg rannsókn kannaði samhengið á milli heyrnartaps og liðagigtar. Niðurstöður benda til þess að fólki með liðagigt sé hættara við heyrnartapi vegna sjúkdóms síns en heilbrigðum einstaklingum.

Leiðnitap heyrnar var algengt meðal liðagigtarsjúklinga eða milli 25-72% algengi. Heyrnarmælingar (pure-tone) á liðagigtarsjúklingum leiddi í ljós verulegt heyrnartap á öllum tíðnissviðum.

Hvað er liðagigt (Rheumatoid Arthritis)?

Liðagigt er langvinnur bólgusjúkdómur sem veldur verkjum, stífleika, bólgum og hamlaðri hreyfigetu og virkni margra liða líkamans. Sjukdómurinn kemur oftast fram í liðum í höndum og fótum.
Lengi hefur verið vitað að sjúkdómurinn geti haft einhver áhrif á heyrn en tengslin á milli heyrnartaps og liðagigtar hafa ekki áður verið jafn skýrt mæld og skilgreind.

Meðferð heyrnartaps hjá liðagigtarsjúklingum

Liðagigtarsjúklingum með heyrnarskerðingu getur gagnast ýmis önnur heyrnarhjálpandi meðferð en öðrum með heyrnartap, bæði heyrnartæki og ígrædd tækni. Þá er talið að andoxunarefni s.s. E-vítamín geti leikið fyrirbyggjandi hlutverk til að viðhalda virkni innra eyrans hjá liðagigtarsjúklingum.

Höfundar rannsóknarskýrslunnar, sem birtist í The Open Rheumatology Journal, mæla með að fólk með liðagigt sé heyrnarmælt reglulega, bæði loft- og beinleiðnimælingar sem og s.k. Transiently Evoked Otoacoustic Emmisions (TEOAE) prófun.

Heimild: www.audiology-worldnews.com

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline