Skip to main content

Kennarar í meiri hættu á heyrnarskerðingu !

Heyrnarskerðing algengari hjá kennurum en öðrum starfsstéttum.
Fáir þeirra leita þó meðferðar við vandanum.


Starfsumhverfi kennara getur verið mjög hávært og hlustunarskilyrði erfið. Kennarar eru líklegri til að fá skerta heyrn en aðrar starfsstéttir, sýnir ný amerísk rannsókn.
Rannsóknin var framkvæmd af Wakefield Research og sýnir að 15% kennara í Bandaríkjunum eru greindir með heyrnarskerðingu, borið saman við 12% af meðaltali annarra starfsstétta.
kennari

Vandinn er ennþá greinilegri þegar yngri kennarar eru skoðaðir. Hjá kennurum á aldrinum 18-44 ára var tíðni heyrnarskerðingar 26% , en einungis 17% hjá jafnöldrum í öðrum starfsstéttum.


Of fáir kennarar leita sér meðferðar


U.þ.b. helmingur þeirra sem sögðust gruna að þeir væru með skerta heyrn, viðurkenndu að þurfa að biðja viðmælendur um að endurtaka það sem sagt er. Í þriðjungi tilfella segjast þeir misskilja viðmælendur sína. Einn af hverjum fjórum segjast finna fyrir streitu eftir skamma stund þegar þeir þurfa að hlusta eða tala.
Rannsóknin sýnir að 27% kennara sem telja sig heyrnarskerta höfðu ekki leitað sér neinnar hjálpar við vandanum.
60% þátttakenda höfðu áhyggjur af heyrnarskerðingu sinni. Rannsóknin var framkvæmd af Wakefield Research fyrir EPIC Hearing Healthcare.

Gaman væri að sjá hvort að íslenskir kennarar eigi við sama vanda að glíma. Reikna má með að svo sé þó að vitundarvakning hafi orðið á síðustu árum um að draga úr hávaða og hljóðmengun í skólaumhverfinu.


Heimild: www.virtualpressoffice.com

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline