Skip to main content

Hljóðasmiðja Lubba - Nýjung fyrir talmeinafræðinga!

hljóðasmiðjaLubba

HTÍ fagnar útgáfu kennsluefnis fyrir talmeinafræðinga - Hljóðasmiðju Lubba.

Um er að ræða fjórar öskjur af spennandi efni sem örvar m.a. málhljóðamyndun, hljóðavitund og snemmbúið læsi.

Efnið byggir á tveimur rannsóknum á málhljóðatileinkun íslenskra barna og hugmyndinni um ,,hljóðanám í þrívídd". Með öskjunum fylgir handbók með fjölmörgum hugmyndum um notkun efnisins. Kennsluefnið fer í almenna sölu eftir áramót. Hægt verður að nálgast efnið í gegnum nýja heimasíðu Lubba sem opnuð verður fljótlega.

Í millitíðinni má leita upplýsinga hjá höfundunum, Þóru Másdóttur (thoramas@gmail.com) og Eyrúnu Ísfold Gísladóttur (eyrunisfold@gmail.com).

Heyrnar-og talmeinastöð Íslands studdi útgáfuna lítillega og við óskum höfundunum til hamingju með útgáfuna.

 

Desember 2014