Skip to main content

Nýjar reglur um tilvísanir til talmeinafræðinga HTÍ

Tilvísanir til talmeinafræðinga 2015

Hverjir geta sótt um athugun hjá talmeinafræðingi á HTÍ ? (gildir frá og með 1. janúar 2015)

          -heilsugæslur

          -læknar

          -Þroska- og hegðunarstöð

          -Barna- og unglingageðdeild Lsp

          -aðrir talmeinafræðingar

Þeir sem ekki geta sótt beint um eru foreldrar, sálfræðingar (m.a. þjónustumiðstöðva) og leikskólar.

Því miður hefur ásókn í þjónustu talmeinafræðinga aukist svo mikið að HTÍ verður að takmarka aðgang við þá forgangshópa sem stöðin sinnir á landsvísu. Á þennan hátt bregðumst við þeim mikla fjölda sem sækir hér í athugun og einnig talþjálfun.

Forgangshóparnir verða sem fyrr (auk fullorðinna einstaklinga með kuðungsígræðslu og raddveilur):

Athugun/mat:

  • Börn sem fæðast með skarð í gómi eða vör
  • Börn sem fá slaka útkomu á Brigance/Peds í 2 ½ árs eða 4 ára skoðun
  • Börn sem eru heyrnarskert (þ.m.t. börn með kuðungsígræðslu)
  • Börn utan að landi þar sem viðunandi úrræði eru ekki í heimabyggð.

Talþjálfun:

  • Börn sem eru heyrnarskert (þ.m.t. börn með kuðungsígræðslu)
  • Börn sem fæðast með skarð í gómi eða vör.

Hvert geta aðrir sótt þjónustu?

Foreldrum, leikskólakennurum og öðrum, sem ekki geta sótt beint til HTÍ, er bent á að leita til þjónustumiðstöðva/skólaskrifstofa í sínu sveitarfélagi auk sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga.

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline