Skip to main content

17% Svía heyrnarskertir ?

Heyrnarskertum Svíum hefur fjölgað um 50% á síðustu 25 árum !

Á innan við 25 árum hefur heyrnarskertu fólki í Svíþjóð fjölgað verulega, segir ársskýrsla sænskra samtaka heyrnarskertra,  Hörselskadades Riksforbund, HRF (www.hrf.se). Í dag eru rúm 1,3 milljónir Svía á aldrinum 16 ára og eldri heyrnarskertir.

Skýrslan greinir frá því að á árunum 1984-1987 mældust 11.3% Svía með heyrnarskerðingu eða heyrnarvandamál. Á tímabilinu 2004-2007 hefur þetta hlutfall hækkað í 14.3% og á árabilinu 2008-2012 reis hlutfallið enn og nú mælast 17% Svía heyrnarskertir. Hlutfall fólks með einhverja heyrnarskerðingu virðist því hafa aukist um nær 50% á innan við 25 árum.sænsk

Meira en helmingur enn á vinnualdri

Ef heyrnarskerti hópurinn er skoðaður nánar kemur í ljós að 54% eru á aldrinum 16-64 ára. Það þýðir að meira en helmingur heyrnarskertra Síva eru enn á vinnualdri. Þar með er heyrnarskerðing en algengasta fötlun á vinnustöðum. Samkvæmt skýrslunni er það æ algengara að fólk á miðjum aldri upplifi heyrnartap og einn af hverjum fimm Svíum á aldrinum 45-64 ára eru heyrnarskertir.

Vandamál eldri borgara

Í hópi "yngri" eldri borgara (65-74 ára), reynast meira en einn af hverjum fjórum (28%) vera heyrnarskert. Í eldri hóp aldraðra, 75-84, eru nær 40% (39%) með heyrnarskerðingu og þegar komið er yfir 85 ára aldur er nær önnur hver manneskja (46%) með verulega heyrnarskerðingu.

Skýrsluhöfundar telja að þessa þróun megi rekja til þeirrar staðreyndar að umhverfi okkar verður sífellt háværara, hljóðvist versnar, áreiti vex en lítið tillit er tekið til heyrnarskerðingar fólks.

Fleiri karlar en konur eru heyrnarskertir

Skýrslan sýnir einnig að karlar eru líklegri til að vera heyrnarskertir en konur. Í Svíþjóð er þetta hlutfall 54 % karla á móti 46% kvenna. Helsta ástæða þessa er talin vera sú að karlar hafi yfirleitt sinnt háværari störfum og átt háværari tómstundaiðju (s.s. skotveiðar o.fl.)

Aukning heyrnarskertra í framtíðinni

Þar sem Svíar, líkt og Íslendingar, eru sífellt að eldast, bendir allt til þess að tíðni heyrnarskerðingar muni aukast frekarí nánustu framtíð. Því miður eru ekki til áreiðanlegar tíðnitölur um heyrnarskerðingu Íslendinga yfir sama tímabil en flest bendir til að þróunin hér á landi sé með líku sniði og hjá frændum okkar Svíum.

Heimildir: Myternas Marknad. Svensk hörselvård – från behov til business. Hörselskadades Riksforbund (HRF). Årsrapport 2014. www.hrf.se

 

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline