Skip to main content

Nýtt fræðslurit um hljóðvist í skólum

 

Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands hafa tekið höndum saman um aðgerðir til að bæta hljóðvist og draga úr hávaða í skólum og vekja athygli á mikilvægi raddverndar og raddbeitingar.

Samböndin hafa nú gefið út fræðsluritið Kennsluumhverfið – hlúum að rödd og hlustun, í samstarfi við Valdísi Jónsdóttur, radd- og talmeinafræðing. Um er að ræða handbók fyrir kennara og stjórnendur í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum og rekstraraðila þessara stofnana.

Handbókinni er ætlað tvíþætt hlutverk:

  • Að uppfræða kennara, stjórnendur og aðra um rödd, hlustun og umhverfi.
  • Að aðstoða þá sem vilja gera úrbætur á kennsluumhverfinu hvað varðar hljóðvist, hávaða og raddvernd.

Handbok-Kennsluumhverfid

 

Dreifing handbókarinnar er hafin í alla leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla landsins sem og til annarra hagsmunaaðila s.s. rekstraraðila skóla, ýmissa stofnana og samtaka.

Ýmislegt er hægt að gera til að draga úr hávaða með litlum tilkostnaði og hafa samstarfsaðilar tekið saman lista yfir hagnýt ráð sem eru til þess fallin að draga úr hávaða. Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga er einnig að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um hljóðvist og raddvernd í skólum.

HTÍ fagnar útgáfu fræðsluritsins og hvetur alla til að kynna sér efni þess um leið og við óskum samböndunum til hamingju með nýja ritið.

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline