Lenti á sjúkrahúsi vegna of langrar tölvuleikjaspilunar í miklum hávaða!
Avik Banerjee, háskólakennari frá Bristol, Englandi, lenti nýlega á sjúkrahúsi vegna afleiðinga mikillar tölvuleikjaspilunar ( að minnsta kosti fimm klukkustundir á dag) yfir langt tímabil (síðustu 15 árin).
Hinn 38 ára gamli leikjaáhugamaður, sem vann m.a. 35,000 pund í Global Call Of Duty móti, sökkti sér niður í sýndarvígvelli vinsælla leikja eins og Call of Duty og Fortnite, oft að keppa við aðra leikmenn.
Eins og aðrir spilarar notar Avik ávallt heyrnartól og sagðist hafa hljóðið á hæsta mögulega hljóðstyrk þrátt fyrir að hann vissi að það væri of hátt.
Hann hélt áfram að spila svona þar til í ágúst 2023, þegar hann byrjaði að fá svimaköst og féll einn daginn meðvitundarlaus á leið heim úr vinnu.
Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem honum var síðar sagt að hann hefði skemmt jafnvægiskerfi sitt (vestibular kerfi) - litlu beinin í eyranu sem hafa áhrif á jafnvægi líkamans.
Lesa grein Hávaðavarnir