NÝR VEFUR UM MÁL OG TALÖRVUN BARNA
Heyrnar- og talmeinastöð óskar námsleið í talmeinafræði við Háskóla Íslands til hamingju með nýjan vef um tal- og málörvun þriggja ára barna. Þessi heimasíða mun eflaust nýtast foreldrum og öðrum sem vilja fræðast um gagnreyndar aðferðir við að efla tal og mál barna. Síðan er sérstaklega hugsuð fyrir foreldra í kjölfar þess að þeir svöruðu LANIS skimunarlistanum.
Dr. Jóhanna Thelma Einarsdóttir hlaut styrk frá Háskóla Íslands til þess að styðja við samfélagsvirkni en verkefnastjóri var Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir, MS í talmeinafræði.