Íslenskt táknmál
Allir Döff einstaklingar og margir heyrnarlausra (þ.m.t. kuðungsígræöðsluþegar) og heyrnarskertra, sem og aðstandendur og umönnunaraðilar nýta sér táknmál sem samskiptamál. Táknmál þróuðust í samfélögum heyrnarlausra en lengi vel var heyrnarlausum meinað að læra eða nota táknmál. Nú á dögum er öflugt starf við þróun og kennslu íslensks táknmáls, til hagsbóta fyrir heyrnarlausa sem ekki geta nýtt sér talað raddmál.
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) vinnur að útbreiðslu íslensks táknmáls og þar getur almenningur komist á námskeið í "hinu" viðurkennda íslenska málinu en íslenskt táknmál fékk löggildingu með lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011 en þar segir m.a. í 13. gr. að ,,íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og óheimilt sé að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota".
Með því að smella á myndina sem hér fylgir má komast á vefsíðu SHH þar sem ýmsan fróðleik er að finna um íslenskt táknmál og myndband á táknmáli um þetta merkilega mál.