Skip to main content

Gjaldskrá

GJALDSKRÁ

Heyrnar- og talmeinastöðvar fyrir þjónustu
við þá sem eru með heyrnar- og talmein.

 

1. gr.

Viðgerðarþjónusta.

Sjúkratryggður einstaklingur skal greiða gjald fyrir viðgerð á hjálpartæki eftir að ábyrgðartíma lýkur sem hér segir:

a. Fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur sem tekur að gera við tækið greiðast kr. 500 með
virðisaukaskatti.

b. Fyrir íhluti (varahluti) greiðist kostnaðarverð.

2. gr.

Sérfræðilæknisþjónusta.

Sjúkratryggður einstaklingur skal greiða gjald fyrir sérfræðilæknisþjónustu og rannsóknir
samkvæmt reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

3. gr.

Greining og meðferð talmeina.

Sjúkratryggður einstaklingur skal greiða gjald fyrir greiningu og meðferð talmeina, komu
vegna endurmats hjá talmeinafræðingi og aðrar rannsóknir sem hér segir:

1. Sjúkratryggðir almennt:
a. Fyrir greiningu 2.139 kr.
b. Einstaklingsmeðferð 2.139 kr.
c. Meðferð tveggja sjúklinga samtímis, 1.432 kr. fyrir hvorn sjúkling.
d. Hópmeðferð 955 kr. fyrir hvern sjúkling.

2. Þeir sem eru 67 ára og eldri, einstaklingar metnir til 75% læknisfræðilegrar örorku, þeir
sem fá endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins, börn með umönnunarkort frá
Tryggingastofnun ríkisins, önnur börn yngri en 18 ára og sjúkratryggðir almennt með
þjálfunarkort frá Tryggingastofnun ríkisins:
a. Fyrir greiningu 891 kr.
b. Einstaklingsmeðferð 891 kr.
c. Meðferð tveggja sjúklinga samtímis 597 kr. fyrir hvorn sjúkling.
d. Hópmeðferð 398 kr. fyrir hvern sjúkling.

3. Öðrum, sbr. 2 tölul. en sjúkratryggðum almennt, með þjálfunarkort skal veitt þjónustan
að kostnaðarlausu.

4. gr.

Heyrnarrannsóknir á vinnustöðum.

Fyrir heyrnarrannsókn á vinnustað skal greiða kr. 2.200 fyrir hvern einstakling sem
mældur er af Heyrnar- og talmeinastöð.

5. gr.

Gildistaka.

Gjaldskrá þessi, sem sett er með stoð í 9. mgr. 37. gr. a laga nr. 97/1990 um
heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2005. Frá sama tíma fellur
úr gildi gjaldskrá nr. 233/2003.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 7. desember 2004.

Jón Kristjánsson.

 


Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita