Með öllum nýjum heyrnartækjum fylgja leiðbeiningar um notkun og umhirðu. Kynntu þér vandlega meðferð heyrnartækjanna þinna. Ending þeirra ræðst af umhirðu og hreinsun. Mikilvægt er að hreinsa þá hluti sem fara inn í hlustina því að í tækið getur safnast mergur og ýmis óhreinindi.

Nauðsynlegt er að skipta um slöngur, mergsíur og jafnvel fleiri hluti.

Hér að neðan má sjá hlekk á leiðbeiningar um hvernig hreinsa skal hlustarstykki.

Að hreinsa hlustarstykki.

Þá er hægt að smella á hlekkinn hér að neðan til að skoða einföld myndbönd frá Widex heyrnartækjaframleiðandanum, sem segja hvernig skipta skal um rafhlöður o.fl.

http://www.widex.com/en/products/maintenance/

 

Að skipta um rafhlöður:

Með því að smella á þennan hlekk: https://www.youtube.com/embed/YWeqg7f-dY0

getur þú skoðað myndband sem lýsir því hvernig skipt er um rafhlöðu í "bak-við-eyrað" heyrnartækjum.

 

Þessi hlekkur: https://www.youtube.com/embed/iEEeRCgng_w

sýnir hvernig skipt er um rafhlöður í "Inn-í-eyra" heyrnartækjum