Próf fyrir talmeinafræðinga
Málfærni eldri leikskólabarna (MELB)
Ætlað börnum á aldrinum 4;00 - 5;11 ára.
Prófið er greiningartæki fyrir talmeinafræðinga til að staðfesta eða útiloka frávik í málþroska. Prófið er samvinnuverkefni Heyrnar- og talmeinastöðvar og Háskóla Íslands, samið af íslenskum talmeinafræðingum og byggt á rannsóknum í máltöku íslenskra barna. Prófið var staðlað á íslenskum börnum á árunum 2019 -2021. Prófið kemur í merktri hlífðartösku og samanstendur af myndabók, skorblöðum og handbók sem er rafræn. Prófinu fylgja 10 skorblöð en hægt verður að nálgast fleiri hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.
Verð: 59.000- kr. m/vsk

Málfærni ungra barna (MUB)
Ætlað börnum á aldrinum 2;0-3;11 ára.
Prófið er greiningartæki fyrir talmeinafræðinga til að staðfesta eða útiloka frávik í málþroska. MUB hefur verið í vinnslu frá árinu 2009 og er staðlað á íslenskum börnum. Prófið kemur í handhægri tösku með myndabók og prófgögnum. Skorblöð og handbók eru á rafrænu formi sem hægt er að nálgast á heimasíðu Heyrnar og talmeinastöðvar Íslands hti.is.
Verð: 38.000- kr. m/vsk

Málhljóðapróf ÞM
Málhljóðaprófi ÞM er ætlað að meta málhljóðamyndun barna á aldrinum 2;6 – 7;11 ára. Tilgangur framburðarprófunar er að annað hvort staðfesta grun um að tilvísun til talmeinafræðings hafi verið réttmæt eða til að útiloka að barnið þurfi á þjálfun að halda.
Verð: 37.546- kr. m/vsk