MUB - Málfærni ungra barna
Heyrnar -og talmeinastöð Íslands hefur gefið út nýtt málþroskapróf; Málfærni ungra barna (MUB), ætlað börnum á aldrinum 2-4ra ára. Prófið er greiningartæki fyrir talmeinafræðinga til að staðfesta eða útiloka frávik í málþroska. MUB hefur verið í vinnslu frá árinu 2009 og er staðlað á íslenskum börnum. Prófið kemur í handhægri tösku með myndabók og prófgögnum. Skorblöð og handbók eru á rafrænu formi sem hægt er að nálgast hér á vefsíðunni til vinstri með því að skrá sig inn. Notendanafn og lykilorð fæst þegar búið er að kaupa prófið.
Hægt er að panta prófið með því að senda tölvupóst á
Verð: 38.000 kr. m/vsk.