Skip to main content

Dagur Heyrnar 3.3.´20

Þriðjudagurinn 3.3. er DAGUR HEYRNAR

Alþjóða Heilbrigðisstofnunin, WHO, kom þessum degi á fyrir allmörgum árum til að vekja athygli á heyrnarskerðingu og heyrnarleysi, sem er ein algengasta fötlun í heimi.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands hefur fagnað DEGI HEYRNAR á íslandi síðustu árin og nú í ár höfum við tekið höndum saman við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Vinnueftirlitið um atburð til að vekja athygli á mikilvægi heyrnar fyrir fólk á öllum aldri. Á degi heyrnar 2020 munu heyrnarfræðingar HTÍ mæla heyrn hljómsveitarmeðlima og sérfræðingar Vinnueftirlitsins munu mæla hávaða á mismunandi vinnusvæðum Sinfóníunnar. Markmiðið er að vekja athygli á hættumörkum á hávaða og hvað fyrirtæki og einstaklingar geta gert til að vernda heyrn og tryggja góða hljóðvist. Sinfónían hefur mörg undanfarin ár stigið fjölmörg skref í þessa veru enda hafa rannsóknir sýnt að jafnvel klassískir tónlistarmenn eiga á hættu að missa heyrn vegna hávaða. Það eru ekki aðeins rokktónlistarmenn og unglingar með hátt stillt heyrnartól sem eru í hættu !

Heyrn og heyrnarvandamálDagur heyrnar

Á veraldarvísu eru um 466 Milljónir manna (þar af um 34 milljónir barna) með heyrnarskerðingu sem kallar á meðferð og heyrnarbætandi aðgerðir eða heyrnartæki. Aðeins hluti þeirra hefur þó aðgang að slíkri heyrnarþjónustu.

Á Íslandi eru milli 15 og 20 þúsund Íslendingar með skerta heyrn og þurfa heyrnarbætandi aðgerðir til að lifa óheftu lífi. Með öldrun þjóðarinnar stækkar þessi hópur hröðum skrefum. Auk öldrunar eru hávaði og sjúkdómar helstu orsakavaldar heyrnarskerðingar hér á landi. Heyrnarskerðing getur haft veruleg áhrif á líf fólks allt frá barnsaldri og til æviloka. Mikilvægi heyrnar er stórkostlegt fyrir málþroska og skólagöngu barna.

WHO leggur áherslu á að heilbrigðisyfirvöld og almenningur séu meðvituð um vandamálið og tryggi skimun á heyrn nýbura og barna sem komast á skólaaldur, reglulegar heyrnarmælingar og gott aðgengi að heyrnarbætandi aðgerðum og úrræðum, svo sem læknisþjónustu, heyrnar- og hjálpartækjum, kuðungsígræðslu o.fl., fyrir alla aldurshópa

Skilaboð WHO eru:   Heyrnarskerðing - ekki hömlun !      Heyrum alla ævina!

 

 dagur heyrnar 2020 gerum hlustun öruggadagur heyrnar 2020 endurheimtir aldrei

heyrnartæki, dagur heyrnar, who, heyrnaskerðing

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline