Skip to main content

Nýtt heyrnarmæli-app hearWHO

Mikilvægt er að uppgötva heyrnarskerðingu sem allra fyrst svo tryggja megi virka meðferð og endurhæfingu. Til þess að greina skerta heyrn ættu allir að láta mæla heyrn sína af og til, sérstaklega fólk sem telst í áhættuhópi s.s. þeir sem hlusta oft á háværa tónlist, vinna í háværu umhverfi, fólk sem notar lyf sem skemma heyrn og allir yfir 60 ára aldri.
Alþjóða-Heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur nú hleypt af stokkunum nýju heyrnarmælinga-snjallforriti á vefnum til að auðvelda fólki að mæla, á einfaldan hátt, stöðu heyrnar sinnar.

Þetta nýja snjallforrit, hearWHO appið, byggir á sannreyndu prófi þar sem hlustandi þarf að greina upptökur af tölustöfum í suði/bakgrunnshávaða. Með tilkomu þessa þægilega forrits hefur almenningur auðvelt aðgengi í gegnum snjallsíma og tölvur að einföldu heyrnar-mælingaforriti sem auðveldar skimun fyrir versnandi heyrn.
Prófið sjálft er afar einfalt og tekur skamman tíma. Niðurstöður birtast á skýran hátt með leiðbeiningum um næstu skref og getur einnig geymt upplýsingar svo að notandi getur fylgst með eigin mælingum yfir lengri tíma.

Appið er einkum hugsað fyrir þá einstaklinga sem hlusta mikið og lengi á háværa tónlist í hljómflutningstækjum í eyrnatólum/heyrnatólum. Starfsfólk heilbrigðisstofnana getur einnig notað appið sem einfalt skimunarpróf áður en ákvörðun er tekin um ítarlegri heyrnarpróf.

2un4ym

 Appið má nota við bæði iOS og  Android snjalltæki.

Hala niður af Apple App Storehttps://itunes.apple.com/us/app/hearwho-check-you-hearing/id1449966543?ls=1&mt=8 

Hala niður af Google Playhttps://play.google.com/store/apps/details?id=com.hearxgroup.hearwho 

 


 

LOGO hti                             heyrnarhjalp2. logo

 

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline