Ný og glæsileg hönnun heyrnartækja
Nýju tækin frá Sivantos heita Signia STYLETTO og eru bylting í hönnun heyrnartækja.
Í fyrsta sinn bjoðast heyrnartæki með nýju útliti, glæsileg og stílíseruð heyrnartæki. Hleðslrafhlöður og þægilegt hleðslutæki tryggja að aldrei þarf að skipta um rafhlöður.
Hleðslutækið er hlaðið í venjulegu rafmagni og hleðslan dugar til að hlaða heyrnartækin þrisvar sinnum.
Hönnuðir nýju tækjanna ákváðu að hlusta á notendur sem vildu sjá nýja nálgun í hönnun. Með nýrri tegund lithium hleðslurafhlaða var hægt að víkja frá því staðlaða útliti heyrnartækja sem tíðkast hefur síðustu áratugi þar sem ávallt þurfti að gera ráð fyrir rafhlöðuhólfi fyrir kringlóttar rafhlöður.
Nú eru mjóar og langar hleðslurafhlöður innbyggðar í tækin sem gerir framleiðanda kleift að hafa tækin mjórri og nýtízkulegri í útliti.
Signia STYLETTO tækjunum fylgir einstaklega þægilegt og notadrjúgt hleðslutæki sem einnig er geymsluhólf fyrir heyrnartækin. Hægt er að hlaða heyrnartækin allt að 3svar sinnum með þeirri hleðslu sem hólfið býr yfir og taka hleðsluhólfið með sér hvert sem farið er. Með einföldum hleðslubanka (líkt og fólk notar fyrir farsíma) er síðan hægt að endurhlaða Signia hleðslutækið til viðbótar. Myndband um hleðslu STYLETTO heyrnartækja.
Signia Styletto tækin eru aðeins seld sem par af tveimur tækjum með meðfylgjandi hleðslutæki og tækin fást í þremur fallegum litasamsetningum sem sjást hér að neðan.