Skip to main content

Sífellt fleiri nota heyrnartæki

ánægðir heyrnartækjanotendur Alltaf vex hlutfall þeirra heyrnarskertu einstaklinga sem nota heyrnartæki reglulega og sífellt fleiri fá sér heyrnartæki á bæði eyru en áður var.

Um leið vex ánægja notenda með heyrnartæki.

EuroTrak er neytendakönnun sem fylgst hefur með þróun þessara mála í fjölda Evrópulanda allt frá árinu 2009. 

Notkun heyrnartækja eykst hratt í Evrópu

Skv könnun EuroTrak hefur fjöldi þeirra sem segjast vera heyrnarskertir nokkurn veginn staðið í stað á þessu tímabili. Þannig sögðust 13.1% fullorðinna (18 ára og eldri) á árinu 2009 vera með skerta heyrn. Í nýjust könnun á þessu ári, 2018 er 12.7% aðspurðra.

En á sama tíma hefur hlutfall heyrnarskertra Evrópubúa sem segjast nota heyrnartæki vaxið marktækt eða frá 33.1% árið 2009 til 41.6% á þessu ári (2018). Og hlutfall þeirra sem nota tæki fyrir bæði eyru hefur einnig vaxið  verulega eða úr 55% í 67% á milli áranna 2009-2018.

 

Ánægja heyrnartækjanotenda eykst.

Sífellt fleiri notendur lýsa ánægju með heyrnartæki sín.

  • Hlutfall heyrnartækjanotenda sem telja heyrnartækin virka vel í hópsamræðum vex úr 63% í 71%.
  • Hlutfall notenda sem telja tækin virka vel í símtölum hækkar úr 61% í 74%
  • Hlutfall notenda sem telja heyrnartæki virka vel á samkomustöðum (fundum, leikhúsum o.fl) hækkar úr 62% í 72%
  • Heildartala ánægðra með frammistöðu heyrnartækja í háværu umhverfi eykst úr 54% í 67%
  • Ánægja með útlit og virkni heyrnartækja vex úr 70% í 80% milli áranna
  • Hins vegar fækkar í hópi þeirra sem finnst óþægilegt að vera með tæki eða skammast sín fyrir heyrnartækin. Sú tala fer úr 56% á árinu 2009 og niður í 30% fólks í ár, sem er mjög gott.

Um EuroTrak könnunina

EuroTrak rannsóknir hafa verið í gangi í fjölda Evrópulanda allt frá árinu 2009. Síðasta könnun var framkvæmd á þessu ári, 2018. Framkvæmdaraðili er svissneskt markaðsrannsóknafyrirtæki, Anovum, fyrir hönd EHIMA, European Hearing Instrument Manufacturers Association, samtök evrópskra heyrnartækjaframleiðenda.

Ítarlegar upplýsingar um rannsóknarniðurstöður má finna á heimasíðu EHIMA: www.ehima.com

Heimild: www.ehima.com   www.hear-it.org

27.nóv 2018 – www.hti.is

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline