Hávaðavarnir á útihátíðum !
Nú er að bresta á tími tónlistarhátíða utanhúss víða um landið. Á slíkum hátíðum er hljóðstyrkur hljómkerfa oft keyrðu úr hófi og því ágætt að minna hátíðargesti á að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir.
Verndum eyrun og heyrnina !
Flestir kannast við að hafa hellur fyrir eyrum og jafnvel viðvarandi són í eyrum í einhvern tíma eftir að komið er út af tónleikum háværra hljómsveita og plötusnúða. Sýnt hefur verið fram á bein tengsl hávaða við skemmdir í innra eyra og meðfylgjandi heyrnartap.
Á mörgum tónleikum fer hávaði upp í 80-90 dB í lengri tíma og rannsóknir sýna að einungis stuttan tíma þarf í slíkum hávaða til að hljóta viðvarandi heyrnarskaða.
Í öllum lyfjaverslunum og víðar má kaupa þægilega eyrnatappa sem sjálfsagt er að stinga í eyrun á slíkum tónleikum ef að þér þykir hávaðinn óþægilegur. Verndum heyrnina og njótum tónlistarinnar alla ævi!
15.júní 2018