Skip to main content

Aldurstengd heyrnarskerðing

Hvernig má greina byrjun heyrnarskerðingar hjá fullorðnum ? 

Hver eru helstu einkenni þess að heyrn er farið að hraka sökum aldurs?
Það eru vissulega ýmis merki sem vert er að gefa gaum.

 

Einkenni aldurstengds heyrnartaps

Aldurstengd heyrnarskerðing (presbycusis) þróast hægt og yfirleitt án stórra stökka og því gerum við okkur oft ekki grein fyrir því að heyrninni fer hrakandi eða hversu mikið henni hefur hrakað.

Hefðbundin einkenni:
Í flestum tilfellum leiðir aldurstengt heyrnartap til þess að við töpum færninni til að nema hljóð á hárri tíðni. Því eiga aldraðir oft erfitt með að greina viss hátíðnihljóð og vissar tegundir hljóða t.d. skærar kvenraddir, barnaraddir og viss málhljóð s.s  samhljóðana  s, t, k, p, b og f.

Annað dæmigert einkenni aldurstengdrar heyrnarskerðingar er að greina og skilja tal við erfið hlustunarskilyrði s.s. við mikinn bakgrunns-hávaða líkt og oft er í veislum, á fundum og ráðstefnum og á veitingahúsum, svo dæmi séu nefnd.

Venjuleg hljóð geta horfið

Heyrnarskertir hafa margir glatað mörgum algengum hljóðum úr umhverfi sínu.

Spyrjið ykkur sjálf: Hvenær heyrði ég síðast tíst í vorfuglunum? Heyri ég suð í ísskápnum, pípið í örbylgjuofninum eða vatnsnið úr krana?

Ef þessi hljóð eru dauf eða horfin er mögulegt að þú sért með einkenni aldurstengdrar heyrnarskerðingar.

Önnur einkenni og merki heyrnartaps:

  • Þú hækkar oft í útvarpi og sjónvarpi
  • Þú biður fólk ítrekað um að endurtaka það sem það segir
  • Þú heyrir illa í fólki sem er á bak við þig
  • Þú átt erfitt með að greina tal í síma
  • Þú heyrir ekki í dyrabjöllu eða símhringingar
  • Þér finnst sum hljóð mjög óþægileg
  • Eyrnasuð (tinnitus)

Heyrnarmæling ráðlögð

Ef þú telur að einhver ofangreindra einkenna geti átt við ástand þitt er ráðlegt að láta mæla heyrnina. Hægt er að bóka tíma í heyrnarmælingu hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (sjá TÍMABÓKANIR á forsíðu vefsíðunnar eða í síma 581 3855) og þá bjóða margar heilsugæslustöðvar upp á einfaldari heyrnarmælingar, sem og söluaðilar heyrnartækja.

 

maí 2018

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline