Skip to main content

Hundraðasti Íslendingurinn sem fær kuðungsígræðslu !

Gudmundina 100 CI

 

 

Þann 12.janúar s.l. fór fram kuðungsígræðsla á Landspítalanum. Guðmundína Hallgrímsdóttir (í miðið á myndinni) varð þar með 100. Íslendingurinn til að þiggja slíkan ígræddan heyrnarbúnað. Við óskum Guðmundínu hjartanlega til hamingju! Með henni á myndinni eru Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir (t.v.) og Bryndís Guðmundsdóttir, heyrnarfræðingur (t.h.)

Framleiðandi búnaðarins færði henni heillaóskakveðjur og HTÍ færði Guðmundínu litla gjöf í tilefni áfangans.

Guðmundína tapaði heyrn fyrir mörgum árum en var því miðiur ekki vísað til HTÍ fyrr en á síðasta ári. Henni var strax bent á möguleikann á að endurheimta heyrn sína með kuðungsígræðslu og ákvað að taka það skref.

Heyrnarbúnaðurinn var ræstur 24.janúar 2018 og fyrstu viðbrögð lofa góðu, að sögn Bryndísar heyrnarfræðings.

Guðmundína er hundraðasti Íslendingurinn sem fær að njóta þessarar tækni sem hefur þróast hratt síðustu 3 áratugina. Flestir íslenskra ígræðsluþega hafa farið í aðgerðir frá aldamótum og árangurinn er í langflestum tilfellum mjög góður.

Kuðungsígræðslur bjóðast nú fólki sem missir heyrn eða börnum sem fæðast heyrnarlaus. Hárfínn þráður  með rafskautum er þá þræddur í kuðung innra eyrans og hljóðmerkjum breytt í rafboð sem örva mismunandi svæði kuðungsins sem heyrnartaug og heili skynja síðan sem hljóð.

Nú eru um 60 ár síðan vísindamenn kváðust fyrst geta mælt heyrnarsvörun þegar kuðungur innra eyrans var örvaður með rafstraumi. Fyrstu kuðungsígræðslurnar voru mun einfaldari en nú er og allur búnaður hefur tekið stórkostlegum framförum. Í dag er ígræddi þráðurinn t.d. með 24 elektróðum en fyrstu aðgerðir voru gerðar með einungis 2-6 skautum á þræðinum. Þessir 100 heyrnarlausu Íslendingar geta í dag lifað eðlilegu lífi og stundað nám, leik og störf með heyrandi jafningjum sínum án hindrana. Kuðungsígræðslur eru í raun fyrsta skynfærið sem manninum tekst að endurskapa.

24.janúar 2018

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline