Liðagigtarsjúklingar í áhættuhópi vegna heyrnartaps
Fólk með liðagigt er líklegra til að tapa heyrn en fólk sem ekki þjáist af liðagigt
Nýleg rannsókn kannaði samhengið á milli heyrnartaps og liðagigtar. Niðurstöður benda til þess að fólki með liðagigt sé hættara við heyrnartapi vegna sjúkdóms síns en heilbrigðum einstaklingum.
Leiðnitap heyrnar var algengt meðal liðagigtarsjúklinga eða milli 25-72% algengi. Heyrnarmælingar (pure-tone) á liðagigtarsjúklingum leiddi í ljós verulegt heyrnartap á öllum tíðnissviðum.
Hvað er liðagigt (Rheumatoid Arthritis)?
Liðagigt er langvinnur bólgusjúkdómur sem veldur verkjum, stífleika, bólgum og hamlaðri hreyfigetu og virkni margra liða líkamans. Sjukdómurinn kemur oftast fram í liðum í höndum og fótum.
Lengi hefur verið vitað að sjúkdómurinn geti haft einhver áhrif á heyrn en tengslin á milli heyrnartaps og liðagigtar hafa ekki áður verið jafn skýrt mæld og skilgreind.
Meðferð heyrnartaps hjá liðagigtarsjúklingum
Liðagigtarsjúklingum með heyrnarskerðingu getur gagnast ýmis önnur heyrnarhjálpandi meðferð en öðrum með heyrnartap, bæði heyrnartæki og ígrædd tækni. Þá er talið að andoxunarefni s.s. E-vítamín geti leikið fyrirbyggjandi hlutverk til að viðhalda virkni innra eyrans hjá liðagigtarsjúklingum.
Höfundar rannsóknarskýrslunnar, sem birtist í The Open Rheumatology Journal, mæla með að fólk með liðagigt sé heyrnarmælt reglulega, bæði loft- og beinleiðnimælingar sem og s.k. Transiently Evoked Otoacoustic Emmisions (TEOAE) prófun.
Heimild: www.audiology-worldnews.com