Skip to main content

Heyrnartól í eyra geta skaðað heyrnina

Þú getur tapað allt að 90% af taugavirkni í kuðungi innra eyrans með of mikilli notkun á eyrnatappa-heyrnartólum skv nýlegri rannsókn

earbudphones

Heyrnartól í eyra (Ear bud headphones) geta, jafnvel við lágan hljóðstyrk, valdið varanlegum skaða á heyrn þinni.

Rannsóknarteymi við Harvard Medical Schoo í Bandaríkjunum (Eaton Peabody Laboratory) hafa komist að því að allt að 90% af taugafrumum í kuðungi innra eyrans geta orðið fyrir skaða án þess að tapa hæfileika til að nema hjóð í kyrrlátu umhverfi. En um leið og umhverfishávaði myndast þá hrapar heyrnin verulega. Hárfrumur í innra eyra geta þannig verið til staðar en heyrnin er sködduð vegna þess að taugaendar eru skemmdir og gegna ekki hlutverki sínu.

 

Falið heyrnartap

Síðustu áratugina hafa vísindamenn nær eingöngu talið að heyrnarskaði sé einkum af völdum þess að hárfrumur tapist eða virkni þeirra hætti. Nýleg rannsókn sem birtist í Acoustical Society of America skýrir hins vegar frá nýjum niðurstöðum um „falið heyrnartap“ sem gæti varpað nýju ljósi á heyrnartap og heyrnarvernd.

Hljóð berst um miðeyra og til kuðungs innra eyrans þar sem bylgjur í vökva hanns örva hárfrumur. Hreyfingar hárfrumanna mynda síðan rafboð sem berast um heyrnartaugina og til heilans. Og það er einmitt að þessari virkni sem þessi nýja uppgötvun beinist

Taugaskemmdir

Heyrnartæki í eyra (ear-bud headphones) færa sterkari og hættulegri bylgjur beint í kuðung eyrans – jafnvel við ekki mjög háan hljóðstyrk. Þar sem engin meðferð er til við taugaskemmdum í kuðungi innra eyrans ráðleggja vísindamennirnir eindregið að aðgát sé höfð.

"Skemmdir taugaendar munu aldrei tengjast aftur“ segir Charles Liberman, forstöðumaður Eaton Peabody Lab. "Þeir sýna ekki lengur viðbrögð við hljóði og afgangur af virkni taugafrumanna mun síðan hverfa á nokkrum mánuðum eða árum.“

Prófið 60/60 regluna!

Til að hægja á heyrnarskerðingum af þessum völdum er ráðlagt að nota frekar heyranrtól sem falla yfir eyru (ekki í eyru). Slík heyrnartól dreifa hljóði á eðlilegri máta til eyrans og minnka áfallið sem innra eyrað verður fyrir.

Sérfræðingarnir ráðleggja einnig fólki að fylgja s.k. 60/60 reglu: Aldrei stilla hljóðstyrk hærra en 60% og aldrei lengur en í 60 mínútur í einu.

Heimildir: www.nydailynews.com og www.sciencedaily.com

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline